Jöfnunargjald

54. fundur
Þriðjudaginn 17. desember 1991, kl. 15:13:00 (2188)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
     Forseti vill láta þess getið að samkomulag hefur orðið um að utandagskrárumræða fari fram um úrskurð Evrópudómstólsins um EES-samninginn. Þessi umræða hefst klukkan fjögur og stendur til klukkan sex eða rúmlega það. Umræðunnar er óskað af þingflokki Alþb. Málshefjandi er hv. 4. þm. Austurl.
    Einnig hefur orðið samkomulag um að þessari umræðu verður frestað klukkan hálffjögur og þá verða tekin fyrir fjögur samkomulagsmál sem eru á dagskrá fundarins. Væntanlega verður umræðunni eða afgreiðslu lokið klukkan fjögur þegar utandagskrárumræðan hefst.