Úrskurður Evrópudómstólsins um EES-samninginn

54. fundur
Þriðjudaginn 17. desember 1991, kl. 18:11:00 (2212)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
     Virðulegi forseti. Það skal vera örstutt. Það er afbökun íslensks máls að segja að það sé sama sem lítilsvirðing að segja að maður sé ungur að aldri. Það er ekki lítilsvirðandi fyrir neinn, enda getur viðkomandi ekkert að því gert. Og að segja að ég hefði farið lítilsvirðingarorðum um vin minn Guðmund Alfreðsson er annaðhvort --- ég ætla að vona að það hafi verið misheyrn en það voru engin lítilsvirðingarorð látin um hann falla. (Gripið fram í: Kannski í því að kalla hann vin þinn.)