Jöfnunargjald

54. fundur
Þriðjudaginn 17. desember 1991, kl. 18:52:00 (2219)

     Ólafur Ragnar Grímsson (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Það var eitt atriði sem átti eftir að fá svar við í þessari umræðu, það var hvenær Sjálfstfl. skipti um skoðun í þessu máli.
    Það hefur verið rakið allrækilega í umræðunum hver hefur verið stefna Sjálfstfl. á síðustu tveimur árum í jöfnunargjaldsmálunum. Hún hefur verið önnur en okkar hinna. Nú er Sjálfstfl. kominn á okkar skoðun og hæstv. fjmrh. þakkar þann stuðning sem hann fær í salnum. Þá finnst mér sanngjarnt að við hinir fáum að vita hvenær Sjálfstfl. skipti um skoðun.