Samstarfssamningur Norðurlanda

55. fundur
Miðvikudaginn 18. desember 1991, kl. 15:46:00 (2250)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
     Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir till. til þál. um staðfestingu samkomulags um breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda þannig að Alþingi heimili ríkisstjórninni að fullgilda fyrir Íslands hönd samkomulag um breytingu á samstarfssamningnum frá 23. mars

1962 milli Danmerkur, Finnlands, Íslands, Noregs og Svíþjóðar.
    Hinn 21. ágúst 1991 var undirritað í Tammerfors samkomulag um breytingar á 51., 52., 54., 56., 57. og 58. gr. samningsins. Eiður Guðnason umhvrh. undirritaði samkomulagið fyrir Íslands hönd. Samkomulagið er birt sem fskj. með tillögu þessari.
    Að lokinni umræðu leyfi ég mér, virðulegi forseti, að mæla með að málinu verði vísað til hv. utanrmn.