Ráðstafanir í ríkisfjármálum 1992

55. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 04:57:00 (2299)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Það sem fulltrúi Finnlands tók fram var að Norðurlöndin öll, í samræmi við fyrri tilboð sín, áskildu sér rétt til þess að beita magntakmörkunum. Ekkert Norðurlandanna fylgdi hinum kanadíska erindrekstri nema Noregur, þ.e. ekki Finnland, ekki Svíþjóð, ekki Ísland og ekki Danmörk.