Fjáraukalög 1990

56. fundur
Fimmtudaginn 19. desember 1991, kl. 20:40:00 (2342)

     Ólafur Ragnar Grímsson (um atkvæðagreiðslu) :
    Virðulegi forseti. Ég óskaði eftir því í dag að atkvæðagreiðsla um þetta mál færi ekki fram fyrr en við sæjum skýrar hvernig yrði með afgreiðslu einstakra mála í fjárlagafrv. fyrir næsta ár. Ég rökstuddi það og sé í sjálfu sér enga brýna þörf á því að afgreiða þetta hér og nú. Hér liggur fyrir brtt. frá meiri hluta fjárln. og ef það á að vera samfella í því sem hún er að leggja til er nauðsynlegt að hún leggi einnig til að það bætist rúmur milljarður gjaldamegin inn í fjárlagafrv. fyrir næsta ár. Ég óskaði þess vegna eftir því að atkvæðagreiðslunni yrði frestað. Aðalforseti var að vísu ekki þá í stólnum en ég hélt að sá forseti sem gegndi fyrir hana hefði komið þessari ósk á framfæri. Það kemur mér nokkuð á óvart að þessi atkvæðagreiðsla eigi að fara fram nú og endurtek ósk mína um það að henni verði frestað.