Vatnsveitur sveitarfélaga

57. fundur
Föstudaginn 20. desember 1991, kl. 13:26:00 (2364)

     Frsm. félmn. (Rannveig Guðmundsdóttir) (andsvar) :
     Virðulegi forseti. Það var beint til mín spurningum um hvort ég hefði skoðun á því hvað sérstakt aukavatnsgjald sem heimilt er að leggja á samkvæmt 8. gr. mætti vera. Í 8. gr. frv. segir:
    ,,Af þeim fasteignum, þar sem vatn er notað til annars en venjulegra heimilisþarfa, vegna atvinnu, sem í þeim er rekin, eða af öðrum ástæðum, skal sveitarstjórn auk vatnsgjalds, sbr. 7. gr., heimilt að innheimta sérstakt aukavatnsgjald er miðast við notkun mælda í rúmmetrum.``
    Ég hef ekki skoðun á þessu. Ég þykist vita að gjaldskrá taki mið af rúmmetrum, en ég hef ekki ákveðna skoðun í þessu efni.