Fjárlög 1992

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 15:14:00 (2408)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) (andsvar) :
     Já, herra forseti, svo ég víki aftur að fortíðinni, það var í minni tíð sem borgarstjóra --- sem er ekki langt síðan --- þá hafði ég um það rætt að ekki væri óeðlilegt að Reykjavíkurborg legði út fyrir þessari byggingu og hafði reyndar rætt það við síðasta hæstv. heilbrrh. að ef um það næðust samningar þá mundi þingið koma með hlut ríkisins á nokkrum árum eftir það.