Fjárlög 1992

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 19:01:00 (2420)

     Steingrímur J. Sigfússon (andsvar) :
     Herra forsti. Við áttum orðastað um þetta í nótt ég og hv. formaður fjárln. og ég hef ekki miklu við það að bæta sem ég þá sagði. En ég er þakklátur fyrir þær upplýsingar sem hafa verið reiddar fram af einum nefndarmanna í fjárln., hv. 8. þm. Reykn. og fyrrv. fjmrh., og ég held að þær rökstyðji enn frekar en mér tókst í nótt þær nýju upplýsingar um það mál sem ég hér flutti. Ég tel að nú sé svo komið að það sé hv. formaður fjárln. sem þurfi að íhuga sín stóru orð úr þessum ræðustóli. Að mínu mati þarf hv. formaður fjárln. að íhuga stöðu sína. Hann er ekki háyfirdómari, það heitir á latneskri tungu judex optimus maximus. Virðulegur er formaður fjárln. að sjálfsögðu en hann er ekki judex optimus maximus.