Jöfnunargjald

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 21:53:00 (2445)

     Ólafur Ragnar Grímsson :
     Virðulegi forseti. --- Er hæstv. utanrrh. í húsinu? ( Forseti: Hæstv. utanrrh. er í húsinu en forseta er kunnugt um það að hann er á fundi með sínum flokksmönnum, en forseti mun gera ráðstafanir til að athuga hvort unnt sé að kalla ráðherrann til.) Það er ekki

eðlilegt þegar verið er að greiða fyrir afgreiðslu mála að hæstv. utanrrh. leyfi sér að vera á fundum í þinghúsinu þegar verið er að ræða mál sem snertir hann með jafn afgerandi hætti þannig að þegar við höfum fallist á það að greiða fyrir þingstörfum og ætlum ekki að tala lengi þá mælist ég til þess að geta frestað máli mínu þar til hæstv. utanrrh. kemur í salinn.