Jöfnunargjald

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 22:25:00 (2452)

     Utanríkisráðherra (Jón Baldvin Hannibalsson) :
     Virðulegi forseti. Hreggviðsson vildi samt sitt bréf, hann vildi náðunarbréf. Það er fjmrn. á Íslandi en ekki hið danska kansellí sem hefur gefið út bréf, þ.e. rökstuðning í bréf,

gegn hinu evrópska stórveldi og heldur því fram með tilstyrk Þjóðhagsstofnunar Íslendinga að víst séu nokkur rök fyrir því að framlengja þetta gjald. Ég hygg að Hreggviðsson og jafnvel fleiri hefðu látið uppi efasemdir um það að íslenskir alþingis- og bífalingsmenn kæmu upp í stól hver um annan þveran til þess að veikja málstað Íslands í deilum við hið evrópska kansellí. Og af því að menn hafa spurt hvers vegna, þá er ástæða til þess að minna á það að því er yfirlýst af íslenskum viðskiptasamtökum að þau muni höfða mál og jafnvel að það hafi verið tilgangurinn með því að krefja um þessi bréf að leggja þau fram fyrir rétti til stuðnings því að fá þessari ákvörðun Alþingis hnekkt. Þess vegna, einfaldlega, verða þessi bréf ekki lögð fram.