Tekjuskattur og eignarskattur

58. fundur
Laugardaginn 21. desember 1991, kl. 23:45:00 (2460)

     Stefán Guðmundsson :
     Virðulegi forseti. Sjómenn búa nú við mjög hefta sjósókn og af þeim sökum hafa þeir mátt þola verulega tekjuskerðingu. Hér er lagt til að skerða umsamin réttindi sjómannastéttarinnar umfram það sem af aflaskerðingunni hlýst. Það er með öllu óþolandi hvernig að þessu máli hefur verið staðið af ríkisstjórninni og stuðningsmönnum hennar. Um réttindamál sjómanna á ekki að semja í bakherbergjum hér í Alþingi. Það er sjómanna sjálfra að semja um sín kjör í frjálsum samningum án óeðlilegra afskipta ráðherra og ákveðinna þingmanna. Sjómannaafslátturinn er hluti af samningsbundnum kjörum sjómanna.
    Virðulegi forseti. Þingmenn Framsfl. greiða því allir atkvæði gegn þessari skerðingu og mótmæla óeðlilegum afskiptum ríkisstjórnarinnar af kjörum sjómanna og þeirri ákvörðun að skerða sjómannaafsláttin um 10--11%. Því segi ég nei.