Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 01:56:00 (2468)

     Kristín Ástgeirsdóttir (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Það var rétt sem fram kom í máli hæstv. menntmrh. að sú tillaga sem við leggjum hér fram gengur út á það að ekki verði innheimt skólagjöld í skólum á háskólastigi og í öldungdadeildum framhaldsskólanna, þ.e. ekki frekari gjöld en þau sem nú eru innheimt. Ég tel mig ekki þurfa frekari rökstuðing fyrir þessari tillögu. Ég hef margoft gert grein fyrir minni afstöðu í þessu máli, svo og fjöldi annarra stjórnarandstæðinga. Við teljum að með innheimtu skólagjalda sé verið að brjóta þá jafnréttisreglu sem hér hefur ríkt í skólakerfinu og verið að bjóða upp á mismunun og stefnu sem við viljum ekki sjá í íslensku skólakerfi.