Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:27:00 (2475)

     Steingrímur Hermannsson (um atkvæðagreiðslu) :
     Virðulegi forseti. Til þess að ég geti ákveðið hvort ég tek þessa tillögu til baka er mér mikilvægt að vita dagsetninguna á því bréfi sem hæstv. fjmrh. las nú upp. ( Fjmrh.: Ég hef hana ekki.) Ódagsett bréf?
    Ég vil segja um atkvæðagreiðsluna að hér er um að ræða samning sem fyrri ríkisstjórn stóð að að gerður yrði, ráðherra, borgarstjóri fyrrv., reyndar tveir fyrrv. ráðherrar og einn borgarstjóri beittu sér mjög fyrir því að þessi samningur náðist og ég tel að það eigi að standa við þann samning alveg án tillits til þess hvernig fjárhagur Handknattleikssambandsins er og því dreg ég ekki tillöguna til baka.