Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 02:45:00 (2480)

     Hjörleifur Guttormsson :
     Virðulegur forseti. Það kom fram í umræðu í dag þegar hv. 3. þm. Austurl. ræddi um fjárlagafrv. að það væri aðeins ein skýring á því að fjárln. þingsins hefur ekki tekið betur undir tillögur landbn. en raun ber vitni. Meginskýringin var sú samkvæmt máli formanns landbn. að fjárln. hefur slíka minnimáttarkennd gagnvart landbn. að hún treystir sér ekki til að taka undir tillögur hennar. Með vísan til þessa, virðulegur forseti, tel ég nauðsynlegt að á þessu ári verði tryggt að þingið geti kallað til sálfræðing eða sálfræðiþjónustu til þess að kanna þetta vandamál. Og í von um að úr rætist segi ég að sjálfsögðu já við þessari tillögu.