Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 03:50:00 (2496)

     Steingrímur J. Sigfússon :
     Herra forseti. Á þskj. 335 er lagt til að lítils háttar fjárveiting verði sett inn undir liðinn Vita- og hafnamálaskrifstofan, framkvæmdaliði þar, til þess að unnt sé að halda áfram rannsóknum og undirbúningi að styrkingu Kolbeinseyjar þannig að þessi útvörður íslensku efnahagslögsögunnar í norðri verði fremur varinn til frambúðar og hann geti þannig þjónað sínum mikilvæga tilgangi sem grunnpunktur í íslensku landhelginni sem bæti 9400 km 2 við íslensku efnahagslögsöguna. Þetta er einnig í tengslum við till. til þál. um sama málefni sem liggur fyrir Alþingi. Ég segi já.