Fjárlög 1992

59. fundur
Sunnudaginn 22. desember 1991, kl. 04:17:00 (2500)

     Landbúnaðarráðherra (Halldór Blöndal) :
     Hæstv. forseti. Fyrir því er almennur vilji hér á Alþingi að leggja Skipaútgerð ríkisins niður sem opinbera stofnun og hafa m.a. þingmenn Framsfl. beitt sér fyrir því með

frumvarpsflutningi. Það kemur ekki fram í þessari tillögugrein að rekstur Skipaútgerðar ríkisins verði lagður niður að þremur mánuðum liðnum. Það verður reynt að halda þannig á málum að þjónusta við landsbyggðina verði ekki í hættu. Ég segi já.