Starfsmenntun í atvinnulífinu

125. fundur
Mánudaginn 13. apríl 1992, kl. 14:10:00 (5486)

     Hjörleifur Guttormsson :
    Virðulegur forseti. Það er erfitt að sjá eitthvert rökrænt samhengi í þessari smíð. Samkvæmt 15. gr. frv. átti nám, sem styrkt er samkvæmt lögum þessum, að vera metið samkvæmt reglum sem þar um gilda af hálfu menntmrn. Hér er flutt brtt. af meiri hlutanum sem kveður á um að menntmrn. ákveði ,,hvaða nám, sem styrkt er samkvæmt lögum þessum, skuli metið til námseininga í hinu almenna skólakerfi.`` Ráðuneytið, sem hvergi má koma við sögu samkvæmt frv., á allt í einu að ákveða hvaða nám, sem styrkt er, skuli metið til námseininga. Í starfsmenntaráðinu, sem á að skipuleggja þetta, fær ekki einu sinni að vera fulltrúi frá menntmrh. Þetta er sögulegt plagg sannast að segja og ég greiði ekki atkvæði um brtt.