Lánasjóður íslenskra námsmanna

133. fundur
Miðvikudaginn 06. maí 1992, kl. 01:04:00 (5939)


     Frsm. minni hluta menntmn. (Hjörleifur Guttormsson) (um þingsköp) :
    Virðulegur forseti. Ég vil inna forseta eftir því hversu lengi eigi að halda fram fundi á þessari nóttu. Mér var tjáð það fyrir allnokkru að samkomulag hefði verið gert um það við formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar að fundi lyki í síðasta lagi kl. 1 og yrði ekki fram haldið lengur. Ég spyr um þetta vegna þess að mér hefur verið greint svo frá og í öðru lagi vegna þess að það eru miklar annir við nefndastörf í þinginu þessa daga og menn þurfa að sinna þeim verkum á morgnana. Mér finnst eðlilegt að það sé haldið þannig á málum að mönnum sé ætlaður einhver hvíldartími á milli þeirra ábyrgðarmiklu starfa sem hvíla á mönnum í sambandi við nefndir. Því spyr ég hæstv. forseta um það hversu lengi hann hyggist halda áfram fundi og hvort ekki eigi að standa við samkomulag sem mér hefur verið greint frá að gert hafi verið.