Ferill 52. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 52 . mál.


53. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattalega meðferð á keyptum aflakvóta í sjávarútvegi.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvernig telur ráðherra það samrýmast 1. gr. laga nr. 3/1988, um stjórn fiskveiða 1988–1990, að kaup á varanlegum veiðiheimildum séu eignfærð í efnahagsreikningi og fyrnd eftir sömu reglum og gildir um skip og skipsbúnað, sbr. bréf ríkisskattstjóra dagsett 4. júlí 1990 til allra skattstjóra?
    Telur ráðherra að unnt sé með lagabreytingu eða afnámi laga að svipta kaupanda eign sinni, þ.e. þeim varanlegu veiðiheimildum sem eignfærðar eru samkvæmt áður tilvitnuðu bréfi ríkisskattstjóra og mynda jafnframt stofn til eignarskatts?
    Gilda sömu reglur um skattalega meðferð á keyptum varanlegum veiðiheimildum (aflahlutdeild) ef kaup eiga sér stað eftir gildistöku laga nr. 38/1990, um stjórn fiskveiða? Ef svo er ekki, hverjar eru reglurnar?
    Ef svarið við 3. lið felur í sér að kaup á aflahlutdeild er eignfærð og fyrnd, hver er rökstuðningurinn fyrir þeirri niðurstöðu, sérstaklega með hliðsjón af 1. gr. laganna; telur þá ráðherra unnt að svipta kaupanda séreign sinni síðar með lagabreytingu eða afnámi laga?


Skriflegt svar óskast.