Ferill 102. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 102 . mál.


105. Fyrirspurn



til landbúnaðarráðherra um embættisbústaði.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvaða embættisbústaðir, einbýlishús eða einstakar íbúðir, eru í eigu íslenska ríkisins eða stofnana (að hluta eða að öllu leyti) sem heyra undir landbúnaðarráðuneytið?
    Hvert er starfsheiti þeirra sem hafa afnot af embættisbústöðunum og hver er húsaleigan, sundurliðuð eftir bústöðum?
    Hvernig er húsaleigan ákvörðuð?
    Hver er stærð embættisbústaðanna og fasteignamat þeirra, sundurliðað eftir bústöðum?
    Hvenær voru bústaðirnir keyptir eða byggðir og hvert var verð þeirra framreiknað til verðlags í dag, sundurliðað eftir bústöðum?


Skriflegt svar óskast.