Ferill 9. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 9 . mál.


122. Nefndarálit



um frv. til fjáraukalaga fyrir árið 1991.

Frá fjárlaganefnd.



    Nefndin hóf athugun á fjáraukalagafrumvarpinu strax og það hafði verið lagt fram á Alþingi, þ.e. 2. október sl. Í stuttu máli má lýsa vinnubrögðum þannig:
    Nefndin kannaði hvern lið frumvarpsins til hlítar og fékk skýringar fjármálaráðuneytisins og fagráðuneyta á óskum um greiðsluheimildir. Í nokkrum tilvikum er tilgreind lækkun heimilda eða niðurskurður en í flestum tilfellum er um talsverðar hækkanir að ræða.
    Nefndin gekk úr skugga um hvort greiðslur hefðu átt sér stað áður en fjárheimilda var leitað og kom fram að fjárgreiðslur úr ríkissjóði 1991 umfram lögbundnar fjárheimildir voru sem hér segir:
    02-872 Lánasjóður íslenskra námsmanna: 200 milljónir króna. Var það gert að höfðu samráði við fjárlaganefnd.
    03-391 Aðstoð við kúrdíska flóttamenn: 70 milljónir, samkvæmt ákvörðun fyrri ríkisstjórnar.
    03-399 Kynningarátak um Leif Eiríksson: 25 milljónir króna, samkvæmt ákvörðun fyrri ríkisstjórnar.
    07-982 Ríkisábyrgð á launum: 130 milljónir króna.
    Samtals eru þetta 425 milljónir króna.
    Að lokinni athugun á frumvarpinu kallaði nefndin fyrir sig forsvarsmenn ráðuneyta og ríkisstofnana. Var þeim gefinn kostur á að koma á framfæri við nefndina upplýsingum um greiðslustöðu ýmissa verkefna og óskum ef einhverjar væru. Nefndin kallaði eftir tillögum fagráðuneytanna sem ábyrgð bera á viðfangsefnum og áliti fjármálaráðuneytisins. Í flestum tilvikum féllst fjárlaganefnd á tillögur ráðuneytanna og mat fjármálaráðuneytisins á greiðsluþörf.
    Nefndaráliti þessu fylgja skýringar við einstakar breytingartillögur, en rétt er að geta sérstaklega samþykktar meiri hluta nefndarinnar um að hækka viðfangsefnið 09-481 601, Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum, um 700 milljónir króna.
    Til skýringar á þessari ákvörðun er rétt að eftirfarandi komi fram:
    Í fjáraukalögum fyrir árið 1989 og frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1990 var sótt um viðbótarheimild að fjárhæð 328 milljónir króna vegna fjárlagaliðar hjá fjármálaráðuneyti, Ýmsar fasteignir ríkissjóðs, í tengslum við kaup ríkissjóðs á fasteignum. Í athugasemdum við bæði frumvörpin er þess getið að sótt sé um þessar viðbótarheimildir vegna þess hluta af eignakaupum sem ríkissjóður fjármagnar með lántökum. Þar er þess enn fremur getið að Ríkisbókhaldið sýni í uppgjöri sínu innan ársins fasteignakaup að fullu.
    Í frumvarpi til fjáraukalaga fyrir árið 1991 er ekki sótt um heimildir vegna þess hluta af kaupverði fasteigna sem ríkissjóður hefur tekið lán fyrir hjá seljanda og nemur um 220 milljónum króna. Í þeirri fjárhæð eru ekki meðtalin kaup ríkissjóðs á SS-húsinu. Á þessu ári fóru fram kaup og sala eigna svonefnds SS-húss við Laugarnesveg í Reykjavík. Eign SS við Laugarnesveg var metin á 430 milljónir króna, þar af greiddi ríkissjóður í peningum 50 milljónir króna, 80 milljónir króna með skuldabréfi útgefnu af ríkissjóði og afhentar voru fasteignir í eigu ríkissjóðs sem metnar voru á 300 milljónir króna. Í fjáraukalögum fyrir árið 1991 er tekjufært andvirði þeirra eigna sem ríkissjóður lét í makaskiptum fyrir SS-húsið þó að engar peningagreiðslur hafi átt sér stað en kaupverð eignarinnar er ekki gjaldfært á móti. Þannig er misræmi milli færslna á tekna- og gjaldahlið sem sýndi betri afkomu ríkissjóðs en raun er á.
    Í bókhaldi ríkissjóðs til loka septembermánaðar hefur verið fært eftirfarandi vegna fasteignakaupa:


Kaupverð fasteigna o.fl. til gjalda     
1.195


Greitt með peningum     
520

Greitt með lánum     
375

Makaskipti til tekna     
300



    Í fjárlögum og fjáraukalagafrumvarpi fyrir árið 1991 er gerð grein fyrir tveimur atriðum í þessu sambandi: Heimildum fyrir peningagreiðslum að fjárhæð 580 milljónir króna og tekjum vegna virðis eigna sem ríkissjóður lét af hendi í makaskiptum. Hins vegar er ekki færður til gjalda sá hluti kaupverðs sem greiddur er með lánum eða sá hluti sem greiddur var með öðrum eignum. Hér er um að ræða rúmlega 700 milljóna króna gjaldfærslu á skuldbindingum ríkissjóðs en án greiðsluheimilda.
    Fulltrúar stjórnarandstöðunnar í nefndinni telja álitamál hvort á að færa skuldbindingar ríkissjóðs vegna fasteignakaupa sérstaklega með þeim hætti sem hér er lagt til, enda eru þessi uppgjörsmál ríkissjóðs í nánari athugun og hafa þeir því um það sérstakan fyrirvara, svo og við niðurskurð á fjárveitingum til opinberra framkvæmda.
    Allir nefndarmenn undirrita nefndarálit þetta, en fulltrúar stjórnarandstöðu þó með fyrirvara og áskilja sér rétt til að flytja eða fylgja breytingartillögum sem fram kunna að koma.

SKÝRINGAR VIÐ EINSTAKAR BREYTINGARTILLÖGUR



00 Æðsta stjórn ríkisins


201    Alþingi: Tekin eru inn eftirfarandi ný viðfangsefni: 1.02 Aðalskrifstofa 5.100 þús. kr. vegna launakostnaðar. Viðfangsefnið 5.20 Fasteignir hækkar um 1.500 þús. kr. vegna endurnýjunar á hljóðveri. Viðfangsefnið 6.01 Tæki og búnaður hækkar um 12.000 þús. kr. vegna kaupa á tölvubúnaði.

02 Menntamálaráðuneyti


318    Almennir framhaldsskólar, viðhald og stofnkostnaður: Tekinn er inn nýr liður, 6.31 Framhaldsskólinn á Húsavík, nýbygging, 5.000 þús. kr. til byggingar framhaldsskólans svo að hægt sé að taka í notkun hluta byggingarinnar um nk. áramót.
982    Listir framlög: Tekinn er inn nýr fjárlagaliður, 1.30 Íslenska óperan 10.000 þús. kr., vegna rekstrarerfiðleika á árinu 1991.

04 Landbúnaðarráðuneyti


288    Jarðræktar- og búfjárræktarlög, framlög: Viðfangsefnið 6.20 Jarðræktar- og búfjárræktarframlög hækka um 35.000 þús. kr. og verða 42.500 þús. kr. sem er vegna uppgjörs á eldri skuldum.

05 Sjávarútvegsráðuneyti


299    Sjávarútvegsmál, ýmis starfsemi: Viðfangsefnið 1.31 Stjórn fiskveiða hækkar um 2.500 þús. kr. og verður 4.500 þús. kr. Hækkunin er vegna endurgreiðslu á uppsöfnuðum söluskatti af aðföngum til fiskvinnslu á árinu 1989.

06 Dóms- og kirkjumálaráðuneyti


235    Sýslumaður og bæjarfógeti Keflavík: Viðfangsefnið 6.21 Lögreglustöð í Grindavík hækkar um 2.000 þús. kr. og verður 3.000 kr. Hækkunin er vegna kostnaðar við innréttingar lögreglustöðvarinnar.
301    Biskup Íslands: Tekinn er inn nýr liður, 1.01 Yfirstjórn 1.400 þús. kr., vegna vanáætlunar á launakostnaði. Enn fremur er nýr liður, 1.02 Biskupsbústaður 400 þús. kr., vegna viðhalds á biskupsbústað. Tekinn er inn nýr liður, 1.13 Alþjóðasamvinna 1.000 þús. kr., vegna heimsþings alkirkjuráðsins og kjörs biskups í stjórnarnefnd Lútherska heimssambandsins.

08 Heilbrigðisráðuneyti


367    Sjúkrahúsið Keflavík: Tekinn er inn nýr fjárlagaliður, 1.01 Sjúkrahúsið Keflavík, 3.000 þús. kr. sem er vegna mjög sérstaks sjúkdómstilfellis á árinu 1991.
371    Ríkisspítalar: Viðfangsefnið 1.01 Ríkisspítalar hækkar um 21.000 þús. kr. og verður 150.000 þús. kr. Hækkunin er vegna tveggja sérstakra sjúkdómstilfella á árinu 1991.

09 Fjármálaráðuneyti


481    Útgjöld samkvæmt heimildarákvæðum: Viðfangsefnið 6.01 hækkar um 700.000 þús. kr. og verður 805.000 þús. kr. sem er vegna fasteignakaupa ríkissjóðs á árinu.


10 Samgönguráðuneyti


322    Flóabátar og vöruflutningar: Tekinn er inn nýr fjárlagaliður, 1.20 Stofn- og rekstrarstyrkir 7.000 þús. kr., vegna halla á ferju (Hríseyjarhreppur).
333    Hafnamál: Viðfangsefni 6.30 Hafnamannvirki hækkar um 18.000 þús. kr. og verður 8.000 þús. kr. sem er vegna ferjuaðstöðu í Þorlákshöfn.
485    Ýmis framlög: Tekinn er inn nýr liður, 1.30 Rannsóknanefnd flugslysa 1.500 þús. kr., vegna kostnaðar af rekstri nefndarinnar.
651    Ferðamálaráð: Tekinn er inn nýr fjárlagaliður, 6.20 Hótel, framlög, 16.000 þús. kr., í samræmi við skuldbindingar um að skuldum við Ferðamálasjóð verði breytt í hlutafé.

11 Iðnaðarráðuneyti


399    Ýmis orkumál: Viðfangsefnið 1.18 Ýmis framlög hækkar um 3.000 þús. kr. og verður 5.500 þús. kr. Um er að ræða styrkveitingu til Hitaveitu Hvalfjarðar.

14 Umhverfisráðuneyti


210    Veiðistjóri: Tekinn er inn nýr fjárlagaliður, 1.01 Veiðistjóri 9.500 þús. kr., vegna flutnings og halla á rekstri frá síðasta ári.
310    Landmælingar Íslands: Viðfangsefnið 1.10 Sérstök verkefni í kortagerð hækkar um 2.000 þús. kr. og verður 5.000 þús. kr.

Alþingi, 11. nóv. 1991.



Karl Steinar Guðnason,

Guðmundur Bjarnason,

Einar K. Guðfinnsson.


form., frsm.

með fyrirvara.



Margrét Frímannsdóttir,

Jón Kristjánsson,

Sturla Böðvarsson.


með fyrirvara.

með fyrirvara.



Árni Johnsen.

Jóna Valgerður Kristjánsdóttir,

Hjálmar Jónsson.


með fyrirvara.



Gunnlaugur Stefánsson.

Guðrún Helgadóttir,


með fyrirvara.



Fylgiskjal.

YFIRLIT UM LÆKKUN FRAMLAGA TIL FRAMKVÆMDA



1. 02-318    Almennir framhaldsskólar, viðhald og stofnkostnaður
                   690 Stofnkostnaður, óskipt

Þús. kr.

    Viðhald, óskipt (02-318-590)      15.000
    Tæki og búnaður (02-318-640)      6.500
    Framhaldsskólinn í Vestmannaeyjum, viðbygging (02-318-620)      10.000
    Hússtjórnarskólar, viðhald óskipt (02-553-590)      3.500
    Héraðsskólar, viðhald óskipt (02-610-590)      2.000
    Héraðsskólar, stofnkostnaður (Reykholt 02-610-590)      3.000
........
40.000
2. 08-381-690 Bygging sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva og læknisbústaða
    Ólafsvík, hjúkrunarheimili      1.000
    Grundarfjörður, heilsugæslustöð      4.000
    Hvammstangi, H2      1.000
    Eskifjörður, H2      2.000
    St. Jósefsspítali, Hafnarfirði      3.000
    Patreksfjörður, hjúkrunarheimili      1.000
    Hella, hjúkrunarheimili      9.000
........
21.000

3. 10-211 Vegagerð ríkisins
    Vetrarviðhald      100.000
    Vestfjarðagöng      100.000
    Nýbygging vega og brúa      150.000
........
350.000


Sundurliðun á lækkun útgjalda til nýframkvæmda.



Skipt á einstök verk eða útgjaldaliði:
Suðurland:
Þús. kr.
Þús. kr.
2.3.1.2.    Stofnbraut, 1–18 Suðurlandsvegur, um Markarfljót     
9.000

2.3.2.         Þjóðbraut, 30–07 Hrunamannavegur, um Brúarhlöð     
4.000

2.4.              Brýr, Búrfellslækur (36)     
7.000
20.000
........
........
Reykjanes:
2.3.1.1.    Stofnbraut, 1–12 Vesturlandsvegur, vegamót
                     við Víkurveg     
4.000

                   Stofnbraut, 41–03 Reykjanesbraut, landbætur     
8.000

Þús. kr.
Þús. kr.
2.3.1.3.    Stofnbraut, 411–04 Arnarnesvegur,
                     Bæjarbraut–Reykjanesbraut     
4.000

2.3.1.          Þjóðbraut, 425–02 Nesvegur,
                     Íslandslax–Grindavíkurvegur     
3.000
19.000
........
........
Höfuðborgarsvæðið:
2.3.1.4.    Stofnbraut, Reykjavík, Sæbraut     
4.000

                   Stofnbraut, Reykjavík, Kringlumýrarbraut     
7.000

                   Garðabær, Vífilsstaðavegur     
2.000
13.000
........
........
Vesturland:
2.3.1.1.    Stofnbraut, 54–03 Ólafsvíkurvegur,
                     Fíflheimamelar–Hítará     
4.000

2.3.2.         Þjóðbraut, 50–04 Borgarfjarðarbraut,
                      Deildartunga–Hvítá     
17.000
21.000
........
........
Vestfirðir:
2.3.1.1.    Stofnbraut, 61–16 Djúpvegur, Seljalandsós–Svarfhóll     
2.000

                   Stofnbraut, 61–25 Djúpvegur, Óshlíð     
2.000

                   Stofnbraut, 62–01 Barðastrandarvegur, Hlaðseyri–
                     Raknadalur     
1.000

                   Stofnbraut, 63–03 Bíldudalsvegur, Hálfdán–Bíldudalur     
1.000

2.3.1.2.     Stofnbraut, 61–01 Djúpvegur, tenging Inndjúps     
15.000

2.3.2.          Þjóðbraut, 633–03 Vatnsfjarðarvegur, Djúpvegur–
                     Vatnsfjarðarnes     
1.000
22.000
........
........
Norðurland vestra:
2.3.1.2.    Stofnbraut, 1–21 Norðurlandsvegur, Reiðgil–Grjótá     
7.000

2.3.2.          Þjóðbraut, 711–01 Vatnsnesvegur,
                     Hvammstangi–Skarð     
1.000

                   Þjóðbraut, 731–01 Svínvetningabraut, Blönduós–
                     Hnjúkahlíð     
1.000

2.4.               Brýr, Hjaltadalsá (76)     
3.000
12.000
........
........
Norðurland eystra:
2.3.1.1.    Stofnbraut, 829–01 Eyjafjarðarbraut eystri, um Þverá     
14.000

2.3.2.          Þjóðbraut, 811–01 Hjalteyrarvegur, Bakkavegur–
                     Hjalteyri     
5.000
19.000
........
........
Austurland:
2.3.1.1.    Stofnbraut 1–38 Austurlandsvegur, Mánagarður–
                     Myllulækur     
1.000

                   Stofnbraut 85–03 Norðausturvegur, Skeggjastaðir–
                     Hafnarvegur     
2.000

2.3.1.2.    Stofnbraut 917–04 Hlíðarvegur, Vopnafjörður–Hérað     
8.000

2.3.1.4.    Austurlandsgöng     
6.000

Þús. kr.
Þús. kr.
2.3.2.        Þjóðbraut, 931–08 Upphéraðsvegur, Hafursá–Freyshólar
1.000

2.4.               Brýr, Eyrará (96)     
6.000
24.000
........
........
    Samtals
150.000


4. 10-333 Hafnamál
    Ferjubryggjur (10-333-620)      500
    Hafnamannvirki (10-333-630)      5.000
         
    
    Arnarstapi      2.000
         
    
    Djúpivogur      1.000
         
    
    Hafnir           2.000
    Sjóvarnargarðar (10-333-640)      4.500
                  Stokkseyri     
4.500

........
........
    Samtals
10.000