Ferill 119. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 119 . mál.


124. Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga.

Frá Árna R. Árnasyni.



    Hefur ráðherra sett stjórn Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga vinnureglur eða viðmiðunarreglur umfram fyrirmæli laga nr. 91/1989 og reglugerðar nr. 542/1989 um úthlutanir? Ef svo er, hverjar? Hefur stjórn sjóðsins sjálf sett sér slíkar reglur?
    Er við úthlutun stjórnar sjóðsins tekið tillit til skuldsetningar sveitarsjóðs? Ef svo er, vegur það þyngra en þörf fyrir verkefni í sveitarfélaginu eða íbúafjöldi þess?
    Hvernig flokkast úthlutanir stjórnar sjóðsins á sl. ári eftir sveitarfélögum og verkefnum?
    Hvernig skiptast, á sama hátt og í 3. tölul., fyrirliggjandi óafgreidd erindi og erindi sem synjað hefur verið?
    Hverjar eru helstu ástæður fyrir synjun erinda og fyrir því að erindi hafi ekki hlotið afgreiðslu?


Skriflegt svar óskast.