Ferill 139. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 139 . mál.


149. Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um rekstur dagvistarheimila fyrir börn á vegum sjúkrahúsanna í Reykjavík.

Frá Gunnlaugi Stefánssyni.



    Hver er kostnaður Ríkisspítala, Borgarspítala og Landakotsspítala af rekstri dagvistarheimila fyrir börn í Reykjavík og af vistun barna hjá dagmæðrum?
    Hversu mörg dagvistarheimili rekur hver spítali og hversu mörg börn njóta dagvistarþjónustu á vegum spítalanna í Reykjavík?
    Hver hefur hlutdeild spítalanna verið í stofnkostnaði dagvistarheimilanna?
    Hver er hlutdeild Reykjavíkurborgar í rekstri og stofnkostnaði dagvistarheimilanna?
    Samræmist það verkaskiptingu ríkis- og sveitarfélaga að sjúkrahús, sem rekin eru af ríkissjóði, sjái um rekstur dagvistarheimila fyrir börn?


Skriflegt svar óskast.