Ferill 109. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 109 . mál.


191. Svar



heilbrigðismálaráðherra við fyrirspurn Svavars Gestssonar um uppbætur á lífeyri.

    Ráðuneytið hefur aflað upplýsinga frá Tryggingastofnun ríkisins til þess að svara þessari fyrirspurn og byggjast svörin á upplýsingum þaðan.
    Hve margir njóta nú sérstakra bóta skv. 3. mgr. 19. gr. almannatryggingalaga?
    Frekari uppbætur skv. 3. mgr. 19. gr. eru þrenns konar.
    Í fyrsta lagi svokölluð heimildaruppbót skv. 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, og 13. gr. reglugerðar nr. 351/1977 um tekjutryggingu, heimilisuppbót og heimildarhækkanir skv. 19. gr. laga um almannatryggingar. Heimildaruppbót er greidd á elli- og örorkulífeyri ef sýnt þykir að lífeyrisþegi geti ekki komist af án þess. Enn fremur vegna mikils kostnaðar þó að umsækjandi dveljist í heimahúsum, t.d. vegna heimilishjálpar eða hjúkrunar á heimili, vegna annars óvenjulegs sjúkrakostnaðar sem sjúkratryggingar greiða ekki, svo og vegna mikillar húsaleigu.
    Í nóvember 1991 nutu 8.300 bótaþegar heimildaruppbótar.
    Í öðru lagi svokölluð elliheimilisuppbót skv. V. kafla laga nr. 82/1989, um málefni aldraðra, 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, og II. kafla reglugerðar nr. 47/1990 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða. Tryggingastofnun ríkisins greiðir dvalarkostnað ellilífeyrisþega í þjónustuhúsnæði aldraðra ef hann hefur engar aðrar tekjur en bætur almannatrygginga. Bætur vistmanns frá almannatryggingum renna til greiðslu dvalarkostnaðar hans í þjónustuhúsnæðinu. Ef dvalarkostnaðurinn er hærri en bæturnar greiðir Tryggingastofnun mismuninn (elliheimilisuppbót).
    Í nóvember 1991 nutu 1.052 bótaþegar elliheimilisuppbótar.
    Í þriðja lagi svokallaðir vasapeningar skv. V. kafla laga nr. 82/1989, um málefni aldraðra, 3. mgr. 19. gr. laga nr. 67/1971, um almannatryggingar, II. kafla reglugerðar nr. 47/1990 um stofnanaþjónustu fyrir aldraða og 6. gr. reglugerðar nr. 213/1991 um greiðslur vasapeninga sjúkratryggðra. Vistmaður í þjónustuhúsnæði aldraðra, sem ekki hefur aðrar tekjur en bætur almannatrygginga, getur sótt um mánaðarlegt ráðstöfunarfé (vasapeninga) frá Tryggingastofnun ríkisins. Ef vistmaður er með eigin tekjur og þær ná ekki mánaðarlegu ráðstöfunarfé skv. 19. gr. almannatryggingalaga er heimilt að greiða honum mismuninn.
    Í nóvember 1991 fengu 664 bótaþegar vasapeninga.

    Hvernig hefur fjöldinn breyst á undanförnum fimm árum?
    Í ritinu Landshagir 1991 eru í töflu 16.6. upplýsingar um fjölda bótaþega almannatrygginga 1981–1989. Þar er uppbót skv. 3. mgr. 19. gr. ósundurliðuð. Ekki er unnt að fá sundurliðun úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar ríkisins eftir 1989.
    Í ritinu Landshagir er uppbótin sundurliðuð eftir elli- og örorkulífeyrisþegum og hvort um einstaklinga eða hjón er að ræða.

1986

1987

1988

1989

1990



Ellilífeyrisþegar:
Einstaklingar     
6.465
7.204 7.142 7.338
Hjón          
5.050
5.702 5.543 5.602
Örorkulífeyrisþegar:
Einstaklingar     
1.966
2.097 2.194 2.339
Hjón          
1.828
1.943 2.035 2.148

    Úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar ríkisins fengust eftirfarandi upplýsingar um fjölda þeirra sem fengu heimildaruppbót, elliheimilisuppbót og vasapeninga á árunum 1989–1991:

Des. 1989

Des. 1990

Nóv. 1991



Heimildaruppbót     
6.916
7.900 8.300
Elliheimilisuppbót     
1.096
1.103 1.052
Vasapeningar     
460
413 664

    Hvernig hefur fjöldinn breyst á þessu ári eftir mánuðum?
    Úr greiðslukerfi Tryggingastofnunar ríkisins fengust eftirfarandi upplýsingar um fjölda þeirra sem fengu heimildaruppbót, elliheimilisuppbót og vasapeninga á árinu 1991:

Heimildar-

Elliheimilis-


Árið 1991

uppbót

uppbót

Vasapeningar



Janúar          
7.867
1.067 383
Febrúar     
7.971
1.073 383
Mars          
8.032
1.071 388
Apríl          
8.044
1.057 390
Maí               
8.125
1.054 387
Júní               
8.156
1.052 387
Júlí
               8.194 1.050 468
Ágúst          
8.237
1.044 508
September     
8.212
1.050 580
Október     
8.242
1.057 654
Nóvember     
8.300
1.052 664

     Hve miklum fjármunum verður varið í ár skv. 3. mgr. 19. gr. eins og horfur eru nú?
    Útgjöld vegna þessara bótaflokka eru áætluð tæplega 1,3 milljarðar króna á árinu 1991, miðað við þau útgjöld sem komin voru í lok nóvember.