Ferill 98. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 98 . mál.


289. Svar



félagsmálaráðherra við fyrirspurn Einars K. Guðfinnssonar um verð á íbúðarhúsnæði.

    Hvert var söluverð hvers fermetra notaðs íbúðarhúsnæðis, annars vegar í hinu félagslega íbúðakerfi og hins vegar á almennum íbúðamarkaði á árunum 1987–1991?
    Svar óskast sundurliðað eftir kjördæmum og eftir stærðarflokkum húsnæðis.

Söluverð hvers fermetra notaðs íbúðarhúsnæðis í félagslega íbúðakerfinu.


    Félagsmálaráðuneytið óskaði eftir upplýsingum frá félagsíbúðadeild Húsnæðisstofnunar ríkisins um endursöluverð félagslegra íbúða tímabilið 1987–1991. Samkvæmt upplýsingum Húsnæðisstofnunar eru ekki fyrir hendi upplýsingar um endursöluverð félagslegra íbúða innan félagslega húsnæðiskerfisins en húsnæðisnefndir sveitarfélaga annast endursölu félagslegra eignaríbúða. Húsnæðisstofnun ríkisins hefur hins vegar unnið meðfylgjandi upplýsingar um söluverð þeirra íbúða sem keyptar hafa verið (á almennum fasteignamarkaði) inn í félagslega húsnæðiskerfið á árunum 1988–1990. Í meðfylgjandi yfirliti er íbúðunum skipt í fimm stærðarflokka og er verðlag þeirra miðað við vísitölu síðasta mánaðar (desembervísitölu) hvers árs.




Töflur, repró





Söluverð hvers notaðs húsnæðis á almennum íbúðamarkaði 1987–1991.


    Félagsmálaráðuneytið og Húsnæðisstofnun ríkisins leituðu eftir upplýsingum hjá Fasteignamati ríkisins um fermetraverð íbúðarhúsnæðis á almennum fasteignamarkaði sundurliðað eftir kjördæmum og stærðarflokkum tímabilið 1987–1991.
    Í meðfylgjandi töflum er að finna yfirlit um söluverð íbúða á almennum fasteignamarkaði sem Fasteignamat ríkisins hefur tekið saman. Helstu forsendur þessarar úrvinnslu er að notaðar eru upplýsingar úr „gildum“ sölusamningum, þ.e. kaupssamningum sem taldir eru nýtanlegir til tölfræðilegrar úrvinnslu. Upplýsingar um fermetraverð eru miðaðar við verð á séreignarfermetrum í fjölbýli og eru allar fjárhæðir á verðlagi viðkomandi árs. Í yfirlitinu er tilgreindur fjöldi sölusamninga í hverju tilviki þannig að leggja megi mat á gildi upplýsinganna.



Töflur, repró