Ferill 197. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 197 . mál.


348. Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á l. nr. 78 23. desember 1980, um jöfnunargjald, sbr. lög nr. 108/1990.

Frá 2. minni hluta efnahags- og viðskiptanefndar.



    Nefndin hefur fjallað um frumvarpið og fékk á sinn fund Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra, Svein Á. Björnsson frá utanríkisráðuneytinu, Ólaf Davíðsson, framkvæmdastjóra Félags íslenskra iðnrekenda, Indriða H. Þorláksson, skrifstofustjóra í fjármálaráðuneytinu, og Jónas Friðrik Jónsson frá Verslunarráði Íslands. Erindi barst frá Verslunarráði Íslands.
    Annar minni hluti nefndarinnar telur að sú álagning jöfnunargjalds, sem frumvarpið gerir ráð fyrir, sé nauðsynleg vegna þeirra erfiðleika sem nú steðja að íslensku efnahagslífi og vegna þess að enn gætir uppsöfnunaráhrifa söluskatts. Því er lagt til að frumvarpið verði samþykkt án breytinga.

Alþingi, 20. des. 1991.



Rannveig Guðmundsdóttir,

Sólveig Pétursdóttir.

Guðjón A. Kristjánsson.


varaform., frsm.