Ferill 207. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 207 . mál.


418. Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Sigbjörns Gunnarssonar um gjaldtöku Flugmálastjórnar.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hvaða breytingar hafa orðið á eftirtöldum gjöldum Flugmálastjórnar, sem innheimt eru af flugrekendum, á árunum 1987–1991:
    lendingargjöldum,
    aukaopnun á flugvöllum,
    skoðunar- og eftirlitsgjöldum loftfara,
    skoðunar- og eftirlitsgjöldum vegna nýskráningar loftfara,
    endurnýjun lofthæfisskírteina loftfara,
    útgáfu lofthæfisskírteina loftfara?
    Óskað er eftir að tölur verði færðar til núvirðis.

    Gjöld, sem um er spurt, eru fest í gjaldskrám sem gefnar eru út af samgönguráðuneytinu á hverjum tíma og voru þær notaðar sem heimild til að svara fyrirspurninni. Framreikningur til núvirðis er miðaður við framfærsluvísitölu eins og hún var á hverjum tíma uppreiknuð til verðlags gildistöku síðustu gjaldskráa en það var 1. janúar 1991.
    Hér fara á eftir svör við einstökum liðum fyrirspurnarinnar:

    a. Lendingargjöld.
    Lendingargjöld eru tvíþætt í eðli sínu, annars vegar föst gjöld og hins vegar gjöld á 1.000 kg og er þá miðað við massa flugvéla. Lendingargjöld hafa tekið nokkrum breytingum í uppbyggingu á tímabilinu 1987–1991 og því ekki til samanburðartölur fyrir alla liði á öllum tímabilum.

Lendingargjöld innan lands

1.1.'91

1.1.'90

1.9.'89

1.9.'89

15.4.'88

1.1.'88

1.3.'86



2.000–4.999 kg 1
    
570
590 684 772 760
5.000–9.000 kg 1
    
850
869
9.000 kg og yfir     
185
188 171 3
166 3
160 3
97 2
104 2



1 Fast gjald óháð þyngd.
2 Loftfar knúið hverfilhreyflum.
3 Fyrir öll loftför yfir 5.000 kg.

    b. Aukaopnun á flugvöllum.
    Aukaopnun á flugvöllum er reiknuð sem útkall flugvallareftirlitsmanns í launaflokki 235 en útkall er fjórir tímar.

Aukaopnun flugvalla

1.1.'91

1.1.'90

1.9.'89

1.6.'89

15.4.'88

1.1.'88

1.3.'86



Gjald alls     
2.837
2.311 2.409 2.515 2.815 2.869 3.485


    c. Skoðunar- og eftirlitsgjöld loftfara.
    Þessi gjöld eru eins og lendingargjöld tvíþætt, annars vegar fast gjald og hins vegar gjald á kg miðað við hámarksflugtaksþunga.

Skoðunar- og
eftirlitsgjald loftfara

1.1'91

1.7'90

1.1.'90

1.6'89

1.1.'88

1.1.'86



>2.700 kg     
10.400
10.211
fast gjald á kg     
7,10
6,90

2.701–5.700     
14.700
14.296 4.829 4.987
fast gjald á kg     
5,75
5,62 7,41 7,72 9,12 6,90

5.701–50.000     
60.000
56.164 53.661 49.872 30.005 39.330
fast gjald á kg     
5,75
5,62 5,90 5,58 4,12 3,11

yfir 50.000     
351.000
331.881 332.669 308.737 234.682 176.870
fast gjald á kg     
3,35
3,17 3,33 3,21 2,11 1,61


    d. Skoðunar- og eftirlitsgjöld vegna nýskráningar loftfara.
    Sama gjaldskrá gildir hér og fyrir c-lið.

    e. Endurnýjun lofthæfisskírteina loftfara.

Endurnýjun
lofthæfisskírteina loftfara

1.1.'91

1.7.'90

1.1.'90

1.6.'89

1.1.'88

1.3.'86



Gjöld alls     
7.400
7.148 5.903 4.750 3.509 1.035


    f. Útgáfa lofthæfisskírteina loftfara.
    Fyrir þessa þjónustu er greitt samkvæmt c-lið.