Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 281 . mál.


471. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um innheimtu virðisaukaskatts.

Frá Margréti Frímannsdóttur.



    Hver var álagður virðisaukaskattur árið 1991?
    Hverjar eru innheimtar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti árið 1991, sundurliðað á hvern mánuð ársins?
    Hverjar hefðu tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti átt að verða árið 1991 ef miðað er við að neysluútgjöld jukust um 5,5% á árinu, en í forsendum fjárlaga þess árs var talið að þau mundu aukast um 1,5%?
    Ef um veruleg frávik frá áætlaðri innheimtu er að ræða, hvenær ársins koma þau frávik fram og hver er ástæðan?
    Hver voru vanskil á álögðum virðisaukaskatti árið 1991? Er um aukningu að ræða samanborið við árið 1990?


Skriflegt svar óskast.