Ferill 295. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 295 . mál.


500. Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um samræmingu á tryggingalöggjöfinni.

Frá Hrafnkatli A. Jónssyni.



    Hefur ráðherra uppi áform um samræmingu á tryggingalöggjöfinni sem miði að því að allir landsmenn búi við sömu lífeyrisréttindi og samræmda löggjöf sem tæki til greiðslna almannatrygginga á sjúkra- og slysadagpeningum, greiðslna vinnuveitenda vegna veikinda og slysa, greiðslna tryggingafélaga og greiðslna úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga varðandi sömu tilvik?

Greinargerð.


    Mörg þung orð hafa fallið á síðustu mánuðum um það sem ýmsir hafa kallað árásir á velferðarkerfið. Af þeirri ástæðu er þessi fyrirspurn lögð fram þar sem ekkert hefur verið rætt um ýmsa veigamikla þætti í velferðarkerfinu og það geysimikla fjármagn sem þar er á ferðinni. Við lauslega athugun eru þar til ráðstöfunar á milli 30 og 40 milljarðar króna sem skiptast þannig:

Milljarðar króna



Greiðslur sjúkra- og slysadagpeninga frá Tryggingastofnun ríkisins     
9
,3
Greiðslur fyrirtækja vegna veikinda og slysa     
8
,0
Úr sjúkrasjóðum stéttarfélaga     
0
,8
Iðgjöld í lífeyrissjóði     
15
,7
Samtals     
33
,8

    Það skal ítrekað hér að um mjög grófa áætlun er að ræða. Reynt hefur verið að færa allar tölur til verðlags ársins í ár. Það er skoðun fyrirspyrjanda að hér sé um svo mikla fjármuni að ræða að þeim verði að verja á sem allra bestan hátt. Það er mjög nauðsynlegt, ekki síst fyrir láglaunafólk í landinu, að þess sé gætt að þessi þáttur velferðarinnar sé við það miðaður að þeir njóti sem helst þurfa þess með.



Skriflegt svar óskast.