Ferill 330. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 330 . mál.


537. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um skólagjöld.

Frá Guðnýju Guðbjörnsdóttur.



    Hvernig samræmist hækkun skráningargjalda í Háskóla Íslands í 17 þús. kr. því ákvæði 6. gr. laga um skólakerfi, nr. 55/1974, að kennsla sé veitt ókeypis í öllum opinberum skólum?
    Hvernig samræmist áðurnefnt lagaákvæði því að hafa skráningargjöld í framhaldsskólum?
    Eru einhver takmörk fyrir því hve skráningargjöld geti verið há eða til hvers þau eru notuð?


Skriflegt svar óskast.