Ferill 263. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 263 . mál.


597. Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Kristins H. Gunnarssonar um ferðakostnað ráðherra.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver var ferðakostnaður hvers ráðherra vegna ferðalaga til útlanda frá 1. maí 1991 til 25. febrúar 1992?
    Óskað er eftir svofelldri sundurliðun:
    Hve margar ferðir hver ráðherra fór, hvert farið var og hve lengi ráðherra dvaldist samtals erlendis,
    fargjöld,
    samanlagður hótelkostnaður (gisti- og fæðiskostnaður),
    risna,
    dagpeningagreiðslur, þar með talið álag á þær,
    heildargreiðslur til maka, sundurliðað í ferðakostnað, dagpeninga og annan kostnað.

    Fyrirspurnin var send öllum ráðuneytum í Stjórnarráði Íslands með ósk um upplýsingar. Fara svör ráðuneytanna hér á eftir. Ekki var farið fram á að getið væri um tilefni ferða, en hafi ráðuneytin tilgreint það í svörum sínum kemur það fram innan sviga. Skattur af dagpeningagreiðslum er innifalinn í tilgreindum greiðslum dagpeninga til ráðherra og maka þeirra. Þá fylgir svari þessu greinargerð utanríkisráðuneytis um ferðakostnað utanríkisráðherra.



repró.



Greinargerð utanríkisráðuneytisins um ferðakostnað utanríkisráðherra.


(10. mars 1992.)


    Vegna fyrirspurna frá alþingismönnunum Kristni H. Gunnarssyni og Eggert Haukdal um ferðakostnað ráðherra er eftirfarandi tekið fram með svari utanríkisráðuneytisins vegna ferðakostnaðar utanríkisráðherra.
    Á því tímabili sem fyrirspurnirnar eiga við, þ.e. 1. janúar 1989 til 25. febrúar 1992, hafa tvö svæðabundin/alþjóðleg samninga- og viðræðuferli staðið sem hæst. Hér er um að ræða viðræður EFTA og EB um Evrópskt efnahagssvæði, EES, og Ráðstefnu um öryggi og samvinnu í Evrópu, RÖSE. Þátttaka utanríkisráðherra þar um er óumflýjanleg.
    Á árinu 1989 telst heildarferðakostnaður utanríkisráðherra vera 5.291 þús. kr. Síðari hluta þess árs gegndi utanríkisráðherra formennsku í ráðherraráði EFTA og leiddi því ríkjahópinn í samningum um EES gagnvart EB. Formennskuhlutverkinu fylgdu viðræður við alla forsvarsaðila frá EB-ríkjunum auk sameiginlegra viðræðna beggja ríkjahópanna. Ferðakostnaður vegna formennsku utanríkisráðherra nam 2.891 þús. kr. og alls á árinu 1989 vegna viðræðna um EES 3.629 þús. kr.
    Ferðakostnaður utanríkisráðherra vegna RÖSE á árinu 1989 nam 621 þús. kr., þátttaka í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 275 þús. kr., kostnaður vegna opinberra heimsókna 561 þús. kr. og vegna Norðurlandasamstarfs 215 þús. kr.
    Á árinu 1990 telst heildarferðakostnaður utanríkisráðherra vera 4.213 þús. kr. Ferðakostnaður utanríkisráðherra vegna EES og annarra EFTA- og EB-málefna er þar af 1.603 þús. kr. Kostnaður vegna RÖSE á árinu 1990 nam 724 þús. kr., þátttaka í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 527 þús. kr., kostnaður vegna opinberra heimsókna nam 404 þús. kr. og vegna Norðurlandasamstarfs 502 þús. kr. og annar óflokkaður ferðakostnaður 453 þús. kr.
    Á árinu 1991 telst heildarferðakostnaður utanríkisráðherra vera 3.981 þús. kr. Ferðakostnaður utanríkisráðherra vegna EES og annarra EFTA- og EB-málefna 2.086 þús. kr. Kostnaður vegna RÖSE 301 þús. kr., þátttaka í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 478 þús. kr., kostnaður vegna opinberra heimsókna 145 þús. kr. og vegna Norðurlandasamstarfs 272 þús. kr. og annar óflokkaður ferðakostnaður 699 þús. kr.
    Það sem af er árinu 1992 telst ferðakostnaður utanríkisráðherra vera 858 þús. kr. Kostnaður vegna einnar ferðar til Litáen, til Brussel og Genf vegna EB/EFTA-málefna nam 398 þús. kr. og kostnaður vegna ferðar til Moskvu á fjölþjóðaráðstefnu um frið í Mið-Austurlöndum og Prag, ráðherrafundur RÖSE, nam 460 þús. kr.