Ferill 384. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 384 . mál.


626. Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um virðisaukaskatt á innfluttar einstakar bækur einstaklinga.

Frá Birni Bjarnasyni.



    Hverjar voru tekjur ríkissjóðs á árinu 1991 af virðisaukaskatti á einstökum bókum sem einstaklingar pöntuðu erlendis og fóru í gegnum tollpóststofu?
    Hvenær hófst innheimta á söluskatti/virðisaukaskatti á innfluttum einstökum bókum einstaklinga í tollpóststofu hér á landi?
    Hvaða reglur gilda um undanþágur frá virðisaukaskatti vegna innflutnings einstaklinga á einstökum bókum?
    Hvað teljast bækur í skilningi skattalaga þegar lagður er virðisaukaskattur á innfluttar einstakar bækur einstaklinga?
    Er innheimtur virðisaukaskattur af einstökum erlendum bókum til einstaklinga þótt þær séu sendar þeim endurgjaldslaust, t.d. til umsagnar eða til að ritdæma?
    Eru íslenskar reglur um þetta efni sambærilegar við það sem tíðkast annars staðar, t.d. á Norðurlöndum eða í aðildarríkjum EFTA?


Skriflegt svar óskast.