Ferill 391. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 391 . mál.


633. Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um vaxtakjör og þjónustugjöld banka og sparisjóða.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



    Hvaða flokkar útlána falla nú undir reglur um kjörvexti og hverjir eru gildandi kjörvextir í hverjum flokki?
        Hver eru gildandi vaxtaþrep í hverjum þessara útlánaflokka?
        Hverjar eru helstu reglur sem gilda um hvert vaxtaþrep?
        Hvernig skiptast útlán í dag á vaxtaþrep í hverjum útlánaflokki?
    Hver er gjaldskrá viðskiptabanka og sparisjóða á eftirtöldum liðum:
         
    
    víxlum,
         
    
    skuldabréfum,
         
    
    afurða- og rekstrarlánum,
         
    
    tékkareikningum,
         
    
    vanskilum?

    Upplýsingar óskast um hvern viðskiptabanka og þrjá til fimm stærstu sparisjóðina.


Skriflegt svar óskast.