Ferill 284. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 284 . mál.


653. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Ólafs Þ. Þórðarsonar um tekjur af erfðafjárskatti.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hve miklar tekjur hefur erfðafjárskatturinn gefið síðastliðin tíu ár?
    Hvað má gera ráð fyrir að hann gefi í tekjur á næstu tíu árum?
    Óskað er eftir svörum á verðlagi þessa árs.

    Í eftirfarandi töflu kemur fram svar við fyrri hluta fyrirspurnarinnar og eru fjárhæðir bæði á verðlagi hvers árs og verðlagi ársins 1992 á mælikvarða byggingarvísitölu. Á hinn bóginn er útilokað að svara seinni hluta hennar með einhverri vissu. Sé miðað við innheimtu síðustu ára má ætla að tekjur af erfðafjárskatti verði nálægt 300 m.kr. á ári næstu árin eða svipaðar og áætlað er á þessu ári.

Tekjur af erfðafjárskatti 1982–1992.


Í milljónum króna.



   Á verðlagi

  Á verðlagi


  hvers árs

  ársins 1992



1982           28
,3
221 ,1
1983           37
,0
170 ,5
1984           46
,0
168 ,9
1985           66
,5
184 ,7
1986           79
,7
177 ,7
1987           120
,8
228 ,9
1988           143
,2
230 ,4
1989           226
,5
295 ,9
1990           239
,8
265 ,9
1991           327
,9
337 ,7
Samtals 1982–1991      1.315
,7
2.281 ,7

Meðaltal á ári 1982–1991     
228 ,2
Meðaltal á ári 1987–1991     
271 ,8

1992, fjárlög      320
,0
320 ,0