Ferill 470. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 470 . mál.


728. Tillaga til þingsályktunar



um eftirlit með opinberum framkvæmdum.

Flm.: Bryndís Friðgeirsdóttir, Jóhann Ársælsson, Steingrímur J. Sigfússon.



    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að gera ráðstafanir til að auka og bæta eftirlit með opinberum framkvæmdum. Í þessu skyni verði endurskoðuð lög um skipan opinberra framkvæmda, nr. 63 12. maí 1970, lög um opinber innkaup, nr. 52 30. mars 1987, og önnur lagaákvæði á þessu sviði sem ástæða er til að endurskoða. Nýtt frumvarp verði lagt fyrir næsta Alþingi ásamt tillögum um aðrar nauðsynlegar aðgerðir.

Greinargerð.


    Hið opinbera hefur veg og vanda af margvíslegum framkvæmdum á fjölmörgum sviðum um allt land. Þessar framkvæmdir eru ýmist alveg á vegum þess eða í samstarfi við aðra aðila. Mjög miklum fjármunum er ráðstafað með þessum hætti. Þess vegna er mikið í húfi að vel takist til við allar framkvæmdir. Því miður eru fjölmörg dæmi um að hið opinbera hafi orðið fyrir tjóni vegna þess að ekki var staðið rétt að framkvæmdum. Einnig gerist það allt of oft að fjárhagsáætlanir fari úr böndum og fjárhagslegt eftirlit bregst.
    Eitt það allra mikilvægasta til að tryggja góðan árangur og forðast tjón er að hið daglega eftirlit sé vel af hendi leyst. Af þessum ástæðum er nauðsynlegt að ævinlega séu ráðnir aðilar til eftirlitsins sem hafi möguleika til að fylgjast með hvernig staðið er að verki dag frá degi, bæði vegna verklegra og fjárhagslegra atriða. Því er hagkvæmast að ráða heimamenn til þessarar starfsemi þar sem því verður við komið. Eins og nú er háttað hefur framkvæmdadeild Innkaupastofnunar ríkisins veg og vanda af þessu eftirliti, en hún er í raun ekki hluti af starfsemi Innkaupastofnunar heldur sérstök deild í fjármálaráðuneytinu.
    Það var ætlun Alþingis þegar lög um opinber innkaup, nr. 52 30. mars 1987, voru sett að eftirlit með opinberum framkvæmdum yrði í höndum Innkaupastofnunar ríkisins. Þessi ásetningur löggjafans hefur ekki enn orðið að veruleika.
    Einnig af þeim sökum er ástæða til að endurskoða umrædd lög og eftir því sem þörf krefur önnur lagaákvæði í þessu sambandi. Rétt er að undirstrika að þótt endurskoðun lagaákvæða um þessi efni sé nauðsynleg er einnig brýnt að betrumbæta framkvæmd þessara mála og ljóst virðist að ýmislegt, sem úrskeiðis hefur farið í opinberum framkvæmdum, má rekja til þess að gildandi lagaákvæðum hefur ekki verið framfylgt.


Fylgiskjal I.




repró í gut (lög)



Fylgiskjal II.


Upplýsingar úr greinargerð Ríkisendurskoðunar


um hönnunar- og eftirlitskostnað við opinberar framkvæmdir


fyrir árin 1989 og 1990.


(Janúar 1992.)