Ferill 485. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 485 . mál.


743. Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um málefni grunnskóla og framhaldsskóla.

Frá Bryndísi Friðgeirsdóttur og Sigríði Jóhannesdóttur.



    Hve margir nemendur útskrifast úr 10. bekk grunnskólans í vor (skipt eftir fræðsluumdæmum)?
    Hve margir nemendur með grunnskólapróf má áætla að verði teknir inn í framhaldsskóla að hausti (skipt eftir fræðsluumdæmum)?
    Ef fleiri sækja um framhaldsskóla en fá þar inni í haust hvað verður lagt til grundvallar við inntöku?
    Hversu mörgum sérkennslustundum er varið til kennslu nemenda í 10. bekk skólaárið 1991–92?
    Hversu mörgum sérkennslustundum er varið til kennslu nemenda í 1. bekk framhaldsskóla sama ár? Er það fjölgun eða fækkun frá fyrra ári?
    Hversu margir nemenda, sem innrituðust í framhaldsskóla, náðu ekki prófi eða þreyttu ekki próf eftir haustönn yfirstandandi skólaárs?


Skriflegt svar óskast.