Ferill 281. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 281 . mál.


768. Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Margrétar Frímannsdóttur um innheimtu virðisaukaskatts.

    Hver var álagður virðisaukaskattur árið 1991?
    Greinarmunur er á álögðum virðisaukaskatti og innheimtum virðisaukaskattstekjum í ríkissjóð. Á þetta er lögð áhersla. Álagningarfjárhæðir víkja eðli máls samkvæmt frá skilum skattsins í ríkissjóð þar sem álagður skattur kemur fyrst til innheimtu tveim mánuðum eftir álagningu. Álagður virðisaukaskattur vegna innlendra viðskipta, t.d. í nóvember–desember 1990, kemur þannig fyrst til innheimtu í febrúar 1991.
     Álagning virðisaukaskatts áranna 1990 og 1991 var samkvæmt gögnum ríkissskattstjóra sem hér segir:

Álagning

1.–6. tímabils

%



Milljarðar króna

1990

1991

breyting



Heildarálagning      115
,3 131 ,3
13 ,8
  þ.a. innflutningur      20
,3 24 ,0
18 ,1
  þ.a. innlend viðskipti      95
,0 107 ,3
12 ,9
Innskattur til frádráttar      76
,3 86 ,1
12 ,8
Álagning, nettó      39
,0 45 ,2
15 ,8
– Endurgreiðslur      2
,3 2 ,3

Krafa til ríkissjóðs      36
,7 42 ,9


    Töflunni þurfa að fylgja eftirtaldar athugasemdir:
    Virðisaukaskattur bænda vegna síðasta álagningartímabils 1991 (nóv.–des.) liggur ekki enn fyrir, en hann er hér áætlaður hinn sami og var 1990. Í tölunum eru meðtaldar áætlanir skattstjóra á fyrirtæki sem ekki skila virðisaukaskattsskýrslum 1991, en það ýkir nokkuð mun milli ára. Enn fremur er þess að geta að endurgreiðslur eftir nettó álagningu eiga væntanlega eftir að hækka vegna óframkominna krafna um endurgreiðslur, einkum frá sveitarfélögum og íbúðareigendum, en ávallt er um nokkurn drátt að ræða. Endurgreiðslur ná til matvöru, vinnu iðnaðarmanna við íbúðarhúsnæði, sveitarfélaga og ríkisstofnana o.fl. Við samanburð á álagningu 1990 og 1991 þarf að hafa ofannefnd atriði í huga.
    Til innheimtu í ríkissjóð á árinu 1991 kemur skattur sem lagður var á innlenda veltu á tímabilinu 16. nóvember 1990 til októberloka 1991 og virðisaukaskattur af innflutningi fyrir allt árið 1991, sbr. svar við spurningu 2.

    Hverjar eru innheimtar tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti árið 1991, sundurliðað á hvern mánuð ársins?
    Til innheimtu á árinu 1991 kemur álagður skattur fyrir 6. tímabil 1990, þ.e. 16. nóvember–desember, til og með 5. tímabil 1991, auk þess eftirstöðvar af höfuðstól fyrri tímabila. Uppgjörstími skattsins er 5. mánaðardagur annars hvers mánaðar, en eins og eftirfarandi yfirlit sýnir er ávallt um nokkra innheimtu að ræða aðra mánuði vegna innheimtu af eftirstöðvum álagningar fyrri tímabila. Einnig hefur endurgreiðsla vegna matvöru o.s.frv. verið dregin frá. Yfirlitið sýnir þannig skil í ríkissjóð.

   1991 1


   m.kr.



Janúar          
962

Febrúar     
4.623

Mars          
1.496

Apríl          
4.964

Maí               
1.120

Júní               
5.578

Júlí
               1.217
Ágúst          
6.056

September     
1.018

Október     
6.293

Nóvember     
806

Desember     
4.891


Árið allt     
38.952


1 Í þessum tölum eru álögur og dráttarvextir ekki meðtaldir.

    Hverjar hefðu tekjur ríkissjóðs af virðisaukaskatti átt að verða árið 1991 ef miðað er við að neysluútgjöld jukust um 5,5% á árinu, en í forsendum fjárlaga þess árs var talið að þau mundu aukast um 1,5%?
    Samkvæmt lauslegu mati ætti 1% hækkun á heildargjaldstofni (nettó álagning) virðisaukaskatts að skila ríkissjóði nálægt 400 m.kr. viðbótartekjum. Einkaneysla heimilanna ræður mestu um tekjur af virðisaukaskatti eða nálægt 80% af heildarinnheimtu hans. Rétt er að hafa í huga að u.þ.b. fjórðungur einkaneyslu er undanþeginn virðisaukaskatti. Veigamestu undanþágurnar eru sala á heitu vatni, lyf og læknishjálp, tryggingar, íslenskar bækur, fólksflutningar, orlofsferðir til útlanda og ýmis menningarstarfsemi. Á grundvelli þeirra upplýsinga, sem fyrir liggja, má ætla að aukning einkaneyslu úr 1 1 / 2 % í 5 1 / 2 % hafi skilað nálægt einum milljarði í viðbótartekjur af virðisaukaskatti.

    Ef um veruleg frávik frá áætlaðri innheimtu er að ræða, hvenær ársins koma þau frávik fram og hver er ástæðan?
    Á árinu 1991 námu skil virðisaukaskatts í ríkissjóð tæpum 39 milljörðum króna sem var tæplega 2.600 m.kr. lægri fjárhæð en gert var ráð fyrir í fjárlögum.
    Svar við spurningunni er ekki einhlítt, en benda má á að í athugasemdum við fjárlagafrumvarpið fyrir árið 1991, sem lagt var fram í október 1990, segir m.a. um áætlaða innheimtu virðisaukaskatts:
    „Þegar haft er í huga að einn og sami skattur, þ.e. virðisaukaskatturinn, stendur undir allt að helmingi allra skatttekna ríkissjóðs er ljóst að jafnvel minni háttar breytingar á greiðsluflæði jafnt innskatts sem útskatts og innheimtu virðisaukaskatts í tolli geta leitt til verulegrar röskunar á tekjum og þar með afkomu ríkissjóðs. Í raun má segja að innheimtuferill virðisaukaskatts sé enn óþekkt stærð enda skammur tími liðinn frá upptöku hans. Þetta skapar óhjákvæmilega nokkra óvissu við gerð tekjuáætlunar nú og ber að skoða tölurnar fyrir árið 1990 og 1991 með þessum fyrirvara.“
    Eins og sjá má af þessari tilvitnun gerðu menn sér glögga grein fyrir því að erfitt væri að áætla með nákvæmni tekjur af VSK á árinu 1991. Í meðförum Alþingis við afgreiðslu fjárlaga 1991 var áætlunin um tekjur af VSK þó hækkuð um einn milljarð króna eða í 41,5 milljarða króna. Hækkunin var skýrð með tvennum hætti, annars vegar að minni innheimta á síðustu mánuðum 1990 gæfi tilefni til þess að ætla að hún skilaði sér eftir áramótin 1990–91 og hins vegar að með sérstöku innheimtuátaki mætti auka tekjur um 400–500 m.kr.
    Þegar bornar eru saman tölur um áætlaða innheimtu virðisaukaskatts eftir mánuðum við raunverulega útkomu 1991 kemur eftirfarandi í ljós:
    Framan af árinu var innheimtan nokkurn veginn í takt við áætlanir, en búast hefði mátt við nokkrum viðbótartekjum á þessu tímabili í ljósi meiri eftirspurnar en reiknað var með í fjárlögum. Í greinargerð fjármálaráðherra, sem lögð var fyrir Alþingi í maí 1991, er m.a. bent á að skil á virðisaukaskatti fyrir tímabilið janúar til apríl hafi verið minni en áætlað var þrátt fyrir merki um aukin umsvif. Skýringin var m.a. talin sú að frádráttur vegna innskatts, þ.e. endurgreiddur virðisaukaskattur af aðföngum og fjárfestingu í atvinnurekstri, virðist hafa aukist ívið meira en útskattur, þ.e. endanlegur skattur af eiginlegri veltu. Viðbótartekjur af virðisaukaskatti vegna meiri eftirspurnar á fyrri hluta ársins virðist því hafa vegið upp minni skil skattsins í ríkissjóð en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlaga.
    Eftir mitt ár fór hins vegar að gæta stærra fráviks milli útkomu og áætlunar. Meginskýringin er þó ekki talin lakari innheimta en á fyrri hluta árs, heldur gætir hér fyrst og fremst áhrifa af veltusamdrætti. Auk þess reyndist innskattur fiskverkenda, bænda og sláturleyfishafa talsvert meiri á síðustu mánuðum ársins en reiknað var með í fjárlögum. Hér er væntanlega um að ræða tilfærslur milli tímabila og má ætla að stór hluti þessara greiðslna (innskatts) hafi skilað sér til baka í t.d. endanlegu uppgjöri bænda í mars 1992.
    Loks er þess að geta að endurgreiðslur vegna matvöru, íbúðarhúsnæðis og til sveitarfélaga reyndust einnig talsvert meiri en búist hafði verið við í fjárlagaáætlun.

    Hver voru vanskil á álögðum virðisaukaskatti árið 1991? Er um aukningu að ræða samanborið við árið 1990?
    Greina þarf á milli virðisaukaskatts sem er innheimtur af innflutningi við tollafgreiðslu og skatts af innlendri veltu.
    Álagning virðisaukaskatts á innflutning nam 24,2 milljörðum króna árið 1991 og kemur til fullrar innheimtu og telst því í innheimtu- eða skilatölum til ríkissjóðs. Sé greiðslufrestur veittur telst skatturinn greiddur og fjárhæðin bókast sem innheimt í Ríkisbókhaldi en hlutaðeigandi innflytjandi er skuldfærður á viðskiptareikningi.
    Þess má geta að í lok árs 1990 nam greiðslufrestur í tolli 1.133 m.kr. sem svarar til tæplega 15% af almennum vöruinnflutningi (olía meðtalin) í desember sama ár. Samsvarandi tölur í lok árs 1991 eru 1.069 m.kr. sem eru tæp 17% af innflutningi í desember það ár.
    Í eftirfarandi töflu kemur innheimtan af álagningu á innlendum þáttum (virðisaukanum) fram. Hafa þarf í huga þegar þessar tölur eru skoðaðar að athugun á innheimtu og vanskilum áranna 1990 og 1991 fer ekki fram á sama tíma. Úttekt á innheimtu álagningar ársins 1990 fór fram 30. apríl 1991, en fyrir árið 1991 5. mars 1992. Þetta veldur því að þar sem verulegar fjárhæðir innheimtast eftir áramót hvert ár verða innheimtuhlutföllin ekki fyllilega samanburðarhæf.

Innheimta á álögðum virðisaukaskatti af innlendri veltu


árin 1990 og 1991.



Innheimt

Innheimt


Álagning

af

Innheimtu-

Álagning

af

Innheimtu-


1990 1

álagningu

hlutfall

1991 1

álagningu

hlutfall


m.kr.

m.kr.

%

m.kr.

m.kr.

%



1. tímabil     
2.906
2.804 96 ,5 2.589 2.418 93 ,4
2. timabil     
2.566
2.406 93 ,8 2.735 2.519 92 ,1
3. tímabil     
3.374
3.208 95 ,1 3.432 3.180 92 ,7
4. tímabil     
3.449
3.320 90 ,6 2.948 2.494 84 ,6
5. tímabil 2
    
2.561
3.351 88 ,7 5.379 4.564 84 ,8
6. tímabil 3
    
3.776
3.351 88 ,7 5.379 4.564 84 ,8

Alls               
18.632
17.327 93 ,0 21.100 18.853 89 ,4
Eftirstöðvar í árslok 4
    
–  
1.305 –   –   2.247 –  

1 Álagning að meðtöldum áætlunum. Álag á áætlanir er hins vegar undanskilið.
2 Rétt er að benda á að á árinu 1990 nær álagning á 5. tímabil til 2 1 / 2 mánaðar veltu, þ.e. 1. september til 15. nóvem ber, en álagning 6. tímabils tekur hins vegar aðeins yfir 1 1 / 2 mánuð.
3 Um er að ræða bráðabirgðatölur fyrir árið 1991.
4 Við þessar fjárhæðir bætast síðan dráttarvextir og viðurlög.

    Samkvæmt yfirlitinu er innheimta ársins 1991 af innlendri viðskiptaveltu tæplega 90% af álögðum skatti samanborið við um 93% í lok apríl 1990. Rétt er að árétta það sem áður hefur komið fram að innheimtutölurnar eru ekki fyllilega samanburðarhæfar og sama gildir þar af leiðandi um eftirstöðvar í árslok. Ætla má að innheimta á álagningu 1991 verði betri en hér greinir þegar frá líður. Það skýrist af vanmati á innheimtu skattsins fyrst og fremst á 5. og einkum 6. tímabili 1991. Þar eiga áætlanir á fyrirtæki, sem ekki skila skýrslu, stóran hlut að máli, en nokkur hluti þessara áætlana gengur alla jafna til baka innan fárra vikna frá gjalddaga. Athugun á innheimtu ársins 1991, sem gerð verður í lok apríl nk., ætti að leiða fram samanburðarhæfar tölur um innheimtu af álögum hvort ár um sig.
    Þegar á heildina er litið benda fyrstu niðurstöður til þess að innheimta hafi orðið eitthvað lakari á síðasta ári en árið 1990 eða um 1–2% en þær niðurstöður ber að túlka með fyrirvara.