Ferill 515. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.



1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 515 . mál.


834. Fyrirspurn



til samgönguráðherra um áhrif aðildar að Evrópsku efnahagssvæði á þróun fjarskiptamála og rekstur Pósts og síma.

Frá Steingrími J. Sigfússyni.



    Hvaða áhrif hefði aðild Íslendinga að samningum um Evrópskt efnahagssvæði á einkarétt ríkisins (Pósts og síma) á sviði fjarskipta og gagnaflutninga?
    Hafa líkleg áhrif þessara breytinga á rekstrarafkomu Pósts og síma verið metin og ef svo er, hver eru þau?
    Að hve miklu leyti mundu ákvæði samningsins hindra möguleika á að jafna símakostnað og annan fjarskiptakostnað landsmanna?
    Hvaða almenn áhrif er talið að ákvæði samningsins hefðu á þróun fjarskiptamála hérlendis?


Skriflegt svar óskast.