Ferill 519. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: Word Perfect.1991–92. – 1061 ár frá stofnun Alþingis.
115. löggjafarþing. – 519 . mál.


848. Fyrirspurntil utanríkisráðherra um samninga Íslands við Evrópubandalagið samkvæmt Lúxemborgaryfirlýsingunni frá 1984.

Frá Hjörleifi Guttormssyni.    Hvaða samningar hafa verið gerðir milli Íslands og Evrópubandalagsins á grundvelli Lúxemborgaryfirlýsingarinnar frá 1984 og hvert er meginefni hvers þeirra?
    Hvaða samningar eru á undirbúningsstigi á grundvelli sömu yfirlýsingar?

Greinargerð.


    Á ráðherrafundi EB og EFTA í Lúxemborg 9. apríl 1984 var samþykkt yfirlýsing sem verið hefur grundvöllur að gerð tvíhliða samninga einstakra EFTA-ríkja og Evrópubandalagsins á mörgum sviðum, m.a. í menntamálum, umhverfismálum, stöðlun, rannsóknum og þróunarstarfi. Hér er beðið um yfirlit yfir þá samninga.


Skriflegt svar óskast.