Framhaldsfundir Alþingis

92. fundur
Mánudaginn 04. janúar 1993, kl. 13:33:19 (4245)

     Forsætisráðherra (Davíð Oddsson) :
    Í dag hefur verið gefið út svohljóðandi forsetabréf:
    ,,Forseti Íslands gjörir kunnugt:
    Ég hefi ákveðið samkvæmt tillögu forsætisráðherra, að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda mánudaginn 4. janúar 1993 kl. 13.30.
Gjört í Reykjavík, 4. janúar 1993.

Vigdís Finnbogadóttir.

_____________
Davíð Oddsson.

Forsetabréf um að Alþingi skuli koma saman til framhaldsfunda.``

    Framhaldsfundir Alþingis hefjast því nú á ný. Hæstv. forseta, hv. alþm., svo og starfsmönnum Alþingis óska ég gleðilegs árs og þakka liðna árið, býð menn velkomna til þingstarfa og læt í ljós þá ósk og von að störf okkar megi verða landi og lýð til blessunar.