Evrópskt efnahagssvæði

93. fundur
Þriðjudaginn 05. janúar 1993, kl. 16:31:38 (4300)

     Ólafur Þ. Þórðarson (um þingsköp) :
    Það væri hollt, herra forseti, fyrir forseta þingsins að lesa þær ræður sem núv. hæstv. landbrh. hélt um þingsköp þegar Sjálfstfl. var í stjórnarandstöðu og þegar menn gerðu kröfu til þess að ráðherrar sinntu sinni skyldu og væru í salnum en litu ekki á þingmenn eins og hunda og þyrftu ekki að vera nálægt. Er forseta ljóst að þessi ósvífni hæstv. utanrrh. er slík að hún verður ekki liðin? Hæstv. utanrrh. á að sitja hér undir ræðum og hlusta. Það er ósvífni af forseta að svara því út úr að maðurinn sé í húsinu. Við erum ekki að spyrja um hvort hann hafi þurft að bregða sér frá 1--2 mínútur vegna þess að hann hafi þurft að sinna

einhverjum erindum. Við erum að spyrja um það hvort hann ætli að gegna sinni þingskyldu og sitja í salnum eins og honum ber. Ég skil ekki hvað hefur komið yfir forseta þessa þings ef þeir telja ekki að það sé rétt að verða við slíkum óskum þingmanna. Hvað dvelur utanrrh.? Eru enn þá áramót hjá hæstv. utanrrh.?