Evrópskt efnahagssvæði

93. fundur
Þriðjudaginn 05. janúar 1993, kl. 18:11:14 (4332)


     Hjörleifur Guttormsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Ég held að áhyggjur hv. þm. liggi nokkuð langt til baka. Ég dreg það ekkert í efa að hv. þm. Tómas Olrich ber þau hagsmunamál fyrir brjósti sem gengið er gegn í margri grein í þessum samningi. Það var ungur og að margra mati efnilegur frambjóðandi í Norðurlandskjördæmi eystra sem ritaði hugleiðingar fyrir kosningarnar 1991. Ég ætla að leyfa mér að hafa hér yfir eina málsgrein úr því safni, með leyfi forseta:
    ,,Ég tek það skýrt fram að ef ég verð kosinn til starfa á Alþingi Íslendinga mun ég aldrei samþykkja að útlendingar fái sama rétt til að kaupa land hér og við Íslendingar. Hér er um grundvallaratriði að ræða.`` Ég eftirlæt mönnum geta sér til hvaða frambjóðandi þarna hélt á penna.