Evrópskt efnahagssvæði

93. fundur
Þriðjudaginn 05. janúar 1993, kl. 19:13:26 (4342)

     Ólafur Þ. Þórðarson (andsvar) :
    Herra forseti. Ég ætla ekki að dæma um niðurstöðuna, leikslok munu liggja fyrir síðar. En hitt liggur ljóst fyrir að sá sem vill sitja hjá um borð í skipi sem í dag er róið í áttina inn í EB og ákveður að hafa sigur síðar, sem sagt uppreisn um borð og hafa sigur síðar, hann á vissulega mikið sjálfstraust og fyrir því ber ég virðingu.
    En ég vil vekja á því athygli að þjóðin fékk ekki að ráða nú, hún var svipt þeim rétti sínum á þann einfalda hátt að Alþingi Íslendinga felldi það að vísa þessu máli í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég er ekkert búinn að sjá það að þjóðin verði spurð um leikslokin frekar ef þeir ráða sem nú taka þessa stefnu.