Varamaður tekur þingsæti

94. fundur
Miðvikudaginn 06. janúar 1993, kl. 15:28:57 (4372)

     Forseti (Valgerður Sverrisdóttir) :
    Borist hefur eftirfarandi bréf:
    ,,Þar sem menntamrh. Ólafur G. Einarsson, 1. þm. Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, er erlendis í opinberum erindum og getur því ekki sótt þingfundi á næstunni leyfi ég mér með tilvísan til 2. mgr. 3. gr. laga um þingsköp Alþingis að óska þess að 1. varaþingmaður Sjálfstfl. í Reykjaneskjördæmi, María E. Ingvadóttir viðskiptafræðingur, taki sæti á Alþingi í fjarveru hans.     Þetta er yður hér með tilkynnt, virðulegur forseti.``

    Undir þetta bréf ritar Geir H. Haarde, formaður þingflokks Sjálfstfl.
    María E. Ingvadóttir hefur áður tekið sæti á Alþingi og er hún boðin velkomin til starfa.