Evrópskt efnahagssvæði

94. fundur
Miðvikudaginn 06. janúar 1993, kl. 17:10:32 (4392)

     Guðjón Guðmundsson :
    Hæstv. forseti. Samningurinn um Evrópskt efnahagssvæði treystir samstarf okkar við þær þjóðir sem við eigum mest samskipti við. Í bréfi sem alþingismönnum barst 15. des. sl. frá 16 samtökum í hinum ýmsu greinum atvinnulífsins var hvatt til þess að samningurinn yrði samþykktur á Alþingi fyrir jól. Í þessu bréfi segir m.a.:
    ,,Íslensku atvinnulífi er brýn þörf á sköpun sóknarfæra og skýrri stefnumörkun um að starfsskilyrði atvinnufyrirtækja hér á landi verði ekki lakari en gerist á meginlandi Evrópu. Það er eðlileg niðurstaða af aðild að EES.``
    Undir þessi orð vil ég taka. Ég segi já.