Samningar við EB um fiskveiðimál

95. fundur
Fimmtudaginn 07. janúar 1993, kl. 13:03:57 (4429)

     Jón Helgason (andsvar) :
    Herra forseti. Já, það hefur verið sýnt fram á að við veiðum og getum veitt þessa loðnu hvort sem er, hvort sem við fáum leyfi frá EB til þess eða ekki, því hún fellur í okkar hlut. En um það að þarna sé ekki verið að hleypa á ný inn togurum frá Evrópubandalaginu, þá finnast mér það alveg fráleit rök sem hv. 17. þm. Reykv. reyndi að halda uppi. Togarar Belga eru á leiðinni út. Það eru aðeins þrjú skip til sem mega veiða þetta enn þá. Um leið og þau eru ekki lengur fær til veiða er þetta burtu. Hér er hins vegar verið að opna eins og ég sagði nýjar dyr, það er alvarlegi hluturinn, með engu sólarlagsákvæði og sífelldu ,,ströggli`` síðan við Evrópubandalagið um auknar heimildir.