Evrópskt efnahagssvæði

96. fundur
Fimmtudaginn 07. janúar 1993, kl. 20:37:00 (4437)

     Forseti (Salome Þorkelsdóttir) :
    Útvarpsumræðan skiptist í þrjár umferðir og fær hver flokkur 30 mínútur til umráða. Í fyrstu umferð er ræðutími hvers flokks allt að 15 mínútur, en 15 mínútur skiptast á tvær þær síðari. Dregið var um röð flokkanna og verður hún þessi: Alþb., Alþfl., Framsfl., Sjálfstfl. og Kvennalisti. Ræðumenn verða: Fyrir Alþb. í fyrstu umferð Steingrímur J. Sigfússon, 4. þm. Norðurl. e., og Jóhann Ársælsson, 3. þm. Vesturl. Í annarri umferð Hjörleifur Guttormsson, 4. þm. Austurl., en í þriðju umferð Svavar Gestsson, 9. þm. Reykv. Fyrir Alþfl. í fyrstu og þriðju umferð Jón Baldvin Hannibalsson utanrrh., en Rannveig Guðmundsdóttir, 11. þm. Reykn., í annarri umferð. Fyrir Framsfl. Steingrímur Hermannsson, 7. þm. Reykn., í öllum umferðum. Fyrir Sjálfstfl. í fyrstu umferð Davíð Oddsson forsrh. og Árni R. Árnason, 5. þm. Reykn., í annarri umferð Þorsteinn Pálsson sjútvrh., en í þriðju umferð Björn Bjarnason, 3. þm. Reykv. Fyrir Samtök um kvennalista í fyrstu umferð Kristín Einarsdóttir, 15. þm. Reykv., og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir, 6. þm. Vestf. Í annarri umferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 10. þm. Reykv., og Anna Ólafsdóttir Björnsson, 9. þm. Reykn., en í þriðju umferð Kristín Ástgeirsdóttir, 18. þm. Reykv.
    Hefst nú umræðan og til máls tekur Steingrímur J. Sigfússon, hv. 4. þm. Norðurl. e., og talar af hálfu Alþb.