Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 16:56:44 (4502)

     Jóhannes Geir Sigurgeirsson (andsvar) :
    Virðulegi forseti. Að sjálfsögðu þykir mér hólið gott, nánast hvaðan sem það kemur. En það kom fram í samhengi við ræðu sem hæstv. ráðherra flutti í gærkvöldi sem var þess efnis að einhverjir hafa sjálfsagt haft efasemdir um það. En ég fagna því hins vegar að hæstv. ráðherra talar hér á allt öðrum nótum. Og ég hef ekki heyrt hann lýsa hér fyrr yfir úr ræðustól varðandi bréfaskriftir hæstv. ríkisstjórnar. En ég vil spyrja hæstv. ráðherra hvort það væri ekki mikið skynsamlegra að stíga skrefið stærra og bréf hæstv. ríkisstjórnar varðandi tvíhliða viðræður væri byggt á samþykki Alþingis. Það held ég að mundi styrkja ríkisstjórnina og ekki síður verða til þess að milda á allan hátt þá hörðu umræðu sem er um þetta mál í þjóðfélaginu í dag. Og hæstv. ráðherra á vissulega nokkra sök á í hvern hnút er komið.
    Ég vil því ítreka þá spurningu til hæstv. ráðherra hvort það væri ekki stuðningur fyrir ríkisstjórnina að hafa á bak við slíkt bréf vilja Alþingis sem ég er fullviss að hér er fyrir hendi til að breyta samningnum í tvíhliða samning.