Evrópskt efnahagssvæði

97. fundur
Föstudaginn 08. janúar 1993, kl. 18:16:40 (4520)

     Sturla Böðvarsson (andsvar) :
    Virðulegur forseti. Hv. 9. þm. Reykv. getur verið þess fullviss að afstaða mín til þessara þátta sem hann nefndi hér og snúa að Vesturlandskjördæmi er mjög á svipaða lund og afstaða hans hefur vafalaust verið þegar hann lagði af stað sem einn af ráðherrum í ríkisstjórn og mælti með því að gengið yrði til samninga um Evrópskt efnahagssvæði. Ég er sannfærður um að hann mun áður en þessari umræðu lýkur gera sér grein fyrir því hvers vegna ég styð samninginn um hið Evrópska efnahagssvæði.